Lítil frænka okkar, Sigrún Lára Kjartansdóttir er 7 mánaða gömul. Hún er yndisleg lítil stúlka, glaðlynd og augasteinn fjölskyldu sinnar, þeirra Kjartans Páls, Phoebe og stóra bróðurs Jóhanns Kára.
Fyrr á þessu ári greindist hún aðeins 5 mánaða gömul með mjög sjaldgæft krabbabein, Ewing's Sarcoma, sem hefur breytt úr sér í litla kroppinum hennar.
Hún er í stífri og jafnframt erfiðri lyfjameðferð á Great Ormond Street Hospital í London.
Þrátt fyrir langar og strangar spítalalegur stendur hún sig eins og hetja og bræðir hjörtu með stóru, fallegu og breiðu brosi.
Eins og gefur að skilja tekur svona meðferð gífurlega á lítinn líkama og þar sem þessi tegund krabbameins er svo sjaldgæft, er erfitt að segja til um batahorfur.
Sigrún Lára þarf mikla umönnun og því mun Phoebe mamma hennar ekki getað unnið úti á meðan litla dóttirin er svona veik. Fjölskyldan hefur því orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu.
Við aðstandendur og velunnarar Sigrúnar Láru höfum skipulagt styrktartónleika 22. maí næstkomandi á KEX hostel, Skúlagötu 28.
Í samvinnu við KEX hostel á Skúlagötu 28 viljum við bjóða þér að leggja þitt af mörkum og njóta frábærrar tónlistar og góðra veitinga sunnudaginn 22. maí milli kl 15-17:00.
Miðaverð við inngang 1500 kr. Tekið er á móti frjálsum framlögun á reikning 0301-13-193508 kt 280477-4359 .
Andvirði miða og allra seldra veitinga renna óskiptar í sjóð Sigrúnar Láru.
FRAM KOMA:
Þórir Baldursson ásamt Ragga Bjarna, Bogomil Font og Jóhönnu Guðrúnu
Bloodgroup
Ragnheiður Gröndal
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín Rós Gunnarsdóttir og Sóley Þórisdóttir, frænkur Sigrúnar Láru
No comments:
Post a Comment